Að lifa með sjúkdóminn rauða úlfa - meðferð, lífstíll 28. nóvember kl. 20:00

19. nóvember 2019

Fimmtudaginn 28. nóvember nk. kl 20:00 mun Gerður Gröndal gigtarlæknir halda erindi á Gigtarmiðstöð Gigtarfélagsins að Ármúla 5 í Reykjavík um gigtarsjúkdóminn rauða úlfa eða lupus. Fyrirlesturinn nefnir hún „Að lifa með sjúkdóminn rauða úlfa - meðferð, lífstíll“ Rauðir úlfar eru sjálfsofnæmissjúkdómur. Á latínu heitir sjúkdómurinn „lupus erythematosus disseminatus“. Lupus merkir úlfur og vísar til þess að sjúkdómurinn getur verið algjörlega óútreiknanlegur. Hann getur lagst á allflest líffærakerfi og vefi líkamans en oftast verða húð, liðir, nýru, slímhimna eða taugakerfið fyrir barðinu á rauðum úlfum. Gerður María Gröndal er yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og hefur verið frá 1. febrúar 2017. Starfaði áður sem aðstoðaryfirlæknir gigtarlækninga og er klínískur prófessor

Allir eru velkomnir, upplagt fyrir aðstandendur að koma.