Ganga og leiðsögn um Grafarvog - Laugardaginn 10. júní, klukkan 10:00-12:00

31. maí 2023

Styrmir Sigurðsson sjúkraþjálfari hjá Gigtarfélaginu leiðir göngu umhverfis Grafarvog.
Gengið verður rólega og staldrað við hjá áhugaverðum stöðum, að sögn Styrmis er þar margt að sjá.

Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Grafarvogskirkju.
Farið verður um sléttlendi og auðvelda göngustíga, en fyrir þau sem vilja meira krefjandi leið er hægt að taka útúrdúra.