Gigtarfélagið óskar eftir iðjuþjálfa
Spennandi starf
Gigtarfélag Íslands óskar að ráða iðjuþjálfa í 100% starf. Möguleiki er á að skipta starfinu upp í tvö 50% störf. Gigtarfélagið hefur undanfarið gengið í gegnum miklar breytingar. Fyrrum framkvæmdastjóri félagsins hefur látið af störfum og félagið hefur flutt í nýuppgert húsnæði í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík. Nýr starfsmaður hefur tækifæri til að móta starfsemi iðjuþjálfunardeildar félagsins á nýjum stað. Félagið er að ganga í gegnum miklar breytingar og færa sig til nútímalegri meðferðarstarfsemi. Nýr framkvæmdastjóri verður ráðin á næstu mánuðum auk þess sem sjúkraþjálfurum verður fjölgað og kemur nýr iðjuþjálfi að því að móta starfsemi félagsins til framtíðar ásamt þeim og stjórn félagsins.
Tilgangur iðjuþjálfunar Gigtarfélagsins er að hjálpa fólki að bæta og viðhalda hreyfifærni og auka þannig lífsgæði skjólstæðinganna.
Starfið er fjölbreytt með fólki á öllum aldri með gigt. Það er gefandi og krefst faglegra og sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæðis.
Unnið er samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar sem meðal annars býður upp á möguleika á meðferð á staðnum en einnig upp á ráðleggingar á heimili og fleira.
Hæfnikröfur:
» Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
» Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
» Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
» Íslenskukunnátta nauðsynleg
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Dóru Ingvadóttur formanni Gigtarfélags Íslands á netfangið dora@gigt.is
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.