Hópþjálfun í sal

Nýtt þjálfunartímabil mánudaginn 25. janúar 2021

21. janúar 2021

Mánudaginn 25. janúar er ætlunin að hefja aftur hópþjálfun í sal hjá Gigtarfélaginu.
Um er að ræða tvo hópa:
Jógaleikfimi klukkan 13:30 á mánudögum og fimmtudögum.
Karlaleikfimi klukkan 17:15 á mánudögum og miðvikudögum.

Áætlunin er háð því að næg þátttaka fáist í námskeiðunum, sem annars verður frestað þar til næg þátttaka næst.
Sem fyrr, er einnig settur fyrirvari um breytingar vegna sóttvarnarreglna.

Nánari upplýsingar um hópþjálfunina má sjá á hér.

Gigtarfélagið er einnig með vatnsþjálfun í sundlaug Sjálfsbjargar, Hátúni 12, á mánudögum og miðvikudögum. Nýtt þjálfunartímabil hefst 1. febrúar.
Sem stendur eru ekki laus pláss í vatnsleikfimina, en velkomið að skrá sig á biðlista.

Skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu Gigtarfélagsins á netfangið gigt@gigt.is eða í síma 530 3600 (opið 10:00 til 15:00 mánudaga til fimmtudaga).