Ganga og leiðsögn 8. júní
Ganga og leiðsögn um Geitháls og nágrenni
Laugardaginn 8. júní - Klukkan 11:00-13:00
Styrmir Sigurðsson sjúkraþjálfari hjá Gigtarfélaginu leiðir gönguferð
um Geitháls og Hólmsá. Gengið verður rólega og staldrað við hjá áhugaverðum
stöðum.
Styrmir mun veita leiðsögn um svæðið, en þar eru minjar um elsta
suðurlandsveginn og fyrrverandi brúarstæði yfir Hólmsá. Einnig verður skoðað
bæjarstæði þar sem áður stóð býlið Geitháls og vegasjoppa.
Gangan er um 3 km og reiknað er með að ferðin öll taki um tvær klukkustundir. En þyki einhverjum leiðin löng má alltaf snúa til baka.
Ekið er inn á afleggjarann til Hafravatns/Nesjavalla af Suðurlandsvegi. - Gengið verður frá bílastæðinu við Geitháls.
Gangan er opin öllum og ekki þarf að skrá sig til þátttöku.