Ágætu viðskiptavinir sjúkra- og iðjuþjálfunar Gigtarfélags Íslands

20. mars 2020

Vegna COVID-19 veirunnar þurfum við að gæta okkar einstaklega vel á næstunni og passa upp á hreinlæti og hvert annað. Með góðu samstarfi við ykkur náum við árangri og heftum útbreiðslu veirunnar. Ef þið finnið fyrir einkennum smits eða hafið umgengist smitaða einstaklinga biðjum við ykkur að vera heima þar til einkenni eru horfin eða ljóst að ekki er um smit að ræða.

Á Gigtarfélaginu höfum við tekið upp örari þrif á snertiflötum. Hér er gott aðgengi að spritti og sápu til handþvotta. Þá bjóðum við viðskiptavinum hanska áður en farið er í æfingatæki, handföng eru sprittuð reglulega og aðrir snertifletir. Hér á stöðinni er gott pláss og auðvelt að halda eðlilegri fjarlægð frá öðrum viðskiptavinum.

Eftirfarandi er mikilvægt að hafa í huga til að forðast smit og dreifingu COVID-19:

  • Ef þið finnið fyrir flensueinkennum hósta, hita, bein- og vöðvaverkjum, óvanalegri þreytu, þá vinsamlega afboðið tímann og haldið ykkur heima þar til einkenni hverfa.
  • Ef grunur um COVID-19 smit þá hringdu í síma 1700, en þar er svarað fyrirspurnum og veitt ráðgjöf allan sólarhringinn. Í neyðartilfellum hringið í 112 en munið að tilgreina grun um COVID-19.
  • Leggjum áherslu á handþvott og notkun handspritts.
  • Hósta eða hnerra í einnota pappír eða í olnbogabót, ekki á berar hendur, nota handþvott og handspritt á eftir.
  • Forðumst að heilsast með handabandi eða knúsa hvert annað.
  • Notum handspritt fyrir og eftir að hafa snert hluti sem aðrir snerta t.d. æfingatæki, penna, posa, salerni, vaska, krana, hurðarhúna, o.fl.
  • Forðumst að snerta andlit með höndum nema hafa þvegið þær og sprittað fyrst.

· Sjá frekari upplýsingar um COVID-19 á heimasíðu landlæknis www.landlaeknir.is og www.covid.is

Gigtarfélagið