Fundarherferð ÖBÍ fyrir sveitarstjórnarkosningar

28. mars 2022

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 14.maí, mun Öryrkjabandalagið, í samvinnu við Þroskahjálp, funda vítt og breitt um landið með frambjóðendum til sveitarstjórna. Fundirnir verða opnir öllum sem áhuga hafa að kynna sér stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum.

Fyrirkomulag fundanna verður þannig að eftir stutt erindi í upphafi, verður markviss kynning á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og tengsl við sveitarfélögin. Þá verður kynnt könnun sem Gallup vann fyrir fundina, um stöðu ýmissa mála innan málaflokksins, svo sem aðgengi, skóla án aðgreiningar, húsnæðismál og fleira.

Þá er komið að frambjóðendum að kynna sig og áherslur sínar í málaflokknum, og að lokum verða pallborðs umræður, þar sem gestir úr sal geta borið fram spurningar.

Fundarherferð ÖBÍ fyrir sveitarstjórnarkosningar | Öryrkjabandalag Íslands (obi.is)

 Fundaherferd-OBI-med-frambjodendum