Iðjuþjálfun hefur tekið til starfa á ný
Iðjuþjálfun félagsins hefur tekið aftur til starfa, en hún hefur að undanförnu verið lokuð vegna veikinda iðjuþjálfa. Nú hefjumst við handa á ný. Verið er að endurskipuleggja hlutina, fara í gegnum biðlista og fyrirliggjandi beiðnir. Mikilvægt er að þeir sem eru á biðlista eftir iðjuþjálfun hafi samband og kanni stöðu sína, m.a. eru margar beiðnir runnar út á tíma og þarfnast endurnýjunar. Best er að hafa samband beint við iðjuþjálfun í síma 530 3603 fyrir hádegi eða á bilinu kl 9 til 12. Ef ekki næst samband við iðjuþjálfun má hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 530 3600 og skilaboðum verður komið áfram til iðjuþjálfunar og haft samband þegar tækifæri gefst. Við biðjumst velvirðingar á þessari stöðu.
Þá viljum við vekja hér athygli á því að félaginu vantar iðjuþjálfa í 50 til 70 prósent starf.