Þorbjargarsjóður - Námsstyrkir fyrir ungt fólk með gigtarsjúkdóm

2. desember 2021

Stjórn Styrktar- og minningarsjóðs Þorbjargar Björnsdóttur hefur ákveðið að veita styrki úr sjóðnum fyrir árið 2021. Tilgangur sjóðsins er að styðja gigtarsjúklinga og þá einkum unga gigtarsjúklinga til náms. Styrkupphæð nemur allt að 500 þúsund krónum. Með hverri umsókn þarf að fylgja vottorð frá lækni er staðfestir gigtarsjúkdóm umsækjanda. 

Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2022.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5, eða á netfangið gigt@gigt.is 

Beiðni um eyðublað má senda á gigt@gigt.is eða í síma skrifstofunnar 530 3600. 
Umsóknareyðublað hér