Þorbjargarsjóður umsóknir 2020 - Umsóknarfrestur framlengdur til 30. september

18. ágúst 2020

Stjórn Þorbjargarsjóðs hefur ákveðið að veita styrki úr sjóðnum í ár. Umsóknareyðublöð fást rafrænt á skrifstofu Gigtarfélags Íslands og þar er einnig tekið á móti umsóknum. Með hverri umsókn þarf að fylgja vottorð frá lækni er staðfestir gigtarsjúkdóm umsækjenda.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2020. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu GÍ í síma 530 3600 og á gigt@gigt.is  Á sama netfang má skila umsóknum. 

Styrktar- og minningarsjóður Þorbjargar Björnsdóttur, er sjóður sem er í vörslu Gigtarfélags Íslands. Tilgangur sjóðsins er að styðja gigtarsjúklinga og þá einkum unga gigtarsjúklinga til náms. Upphæð styrkja allt að 500 þúsund krónum.