Hópþjálfun hefst á mánudag 19. apríl

14. apríl 2021

Mánudaginn 19. apríl hefst nýtt þjálfunartímabil í sal og sundi sem stendur út maí.

Um er að ræða tvo hópa í sal: Létt Jógaleikfimi klukkan 13:30 á mánudögum og fimmtudögum og Karlaleikfimi klukkan 17:15 á mánudögum og miðvikudögum.

Eins hefst vatnsþjálfun á mánudag sem verður út maí og er á mánudögum og miðvikudögum, í sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni 12. Fáein pláss eru laus í hópa 1, 2 og 4 í vatnsleikfiminni.

Hópur 1 er klukkan 15:05 til 15:45

Hópur 2 er klukkan 15:50 til 16:30

Hópur 3 er klukkan 16:35 til 17:15 – Biðlisti.

Hópur 4 er klukkan 17:20 til 18:00

Nánari upplýsingar um þjálfunina má sjá á heimasíðu Gigtarfélagsins: www.gigt.is undir Þjálfun og endurhæfing.

Skráning á öll námskeiðin fer fram á skrifstofu Gigtarfélagsins á netfangið gigt@gigt.is eða í síma 530 3600. Opið frá 10:00 til 15:00 mánudaga til fimmtudaga.