Öll þjónusta og starf Gigtarfélags Íslands liggur niðri vegna varna við COVID-19
Vegna hertra
reglna í baráttunni við COVID-19 veiruna sem fela í sér samkomubann og takmarkanir
er varða aðra þjónustu höfum við lokað Gigtarmiðstöðinni þar til reglunum hefur
verið aflétt. Hér er átt við sjúkra- og iðjuþjálfun og skrifstofu og annað
félagsstarf. Áður höfðum við hætt
hópleikfimi meðan ástandið varir. Förum varlega. Virðum að hvar sem fólk kemur
saman og í allri starfsemi skal tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á
milli einstaklinga.