Tökum þátt í eigin meðferð - Dagskrá málþings 12. október 2022
"Tökum þátt í eigin meðferð" - Málþing Gigtarfélagsins á alþjóðlega gigtardeginum 12. október 2022. Málþingið verður í Setrinu á Grand Hótel klukkan 13:00 og er opið öllum.
Málþingið er upplýsingavettvangur fyrir fólk með gigt, fyrir fagfólk á sviði gigtar og áhugasama þar sem deilt er nýjungum og gagnlegum upplýsingum.
Bein útsending verður frá málþinginu á youtube.com og verður hlekkur á streymið á heimasíðunni gigt.is og á Facebókarsíðu Gigtarfélagsins.