Jólafundur Lupus og Sjögrens hópsins

12. desember 2022

Fimmtudaginn 15. desember klukkan 17:00-18:30 verður jólafundur hópsins í Ármúla 5, í fundarherbergi á 2. hæð. Við ætlum að eiga notalega kvöldstund saman yfir spjalli og mögulega smákökum. Það væri gaman ef einhverjir myndu koma með sýnishorn af smákökunum sínum og leyfi okkur að smakka.

Mörgum finnst gott að ræða um jólin á þessum árstíma og það hvernig hægt er að minnka álagið í jólaundirbúningnum og væri hægt að taka það efni fyrir á fundinum ef áhugi er á.

Þetta verður síðasti fundur okkar í Ármúlanum, þar sem félagið flytur í nýtt húsnæði sem hentar betur starfsemi félagsins og er aðgengilegra. Þó það sé leiðinlegt að kveðja Ármúlann teljum við að flutningurinn eigi eftir að hafa mikil tækifæri í för með sér til þess að byggja upp og útvíkka starfsemi félagsins.

Með kveðju,
Stjórnin