Stóla Yoga hefst 8. september

31. ágúst 2022

Stóla Yoga hefst þann 8. september í húsi Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5. 
Kennt verður á fimmtudögum og laugardögum kl.14:00. Kennari er María Olsen Yogakennari.

Stóla Yoga hentar vel fyrir fólk sem glímir við gigt og stoðkerfisvanda.
Stólarnir eru notaðir sem stuðningur í yoga stöðum.
Kennt verður öndun, stöður og endum á góðri slökun.
Allt til staðar og hitt að mæta í þægilegum fatnaði.

Hver tími er 60 mín.
Verð 17.000kr fyrir 4 vikur. Félagar í GÍ fá 10% afsl.
Allar upplýsingar gefur María í síma 8616118 eða á netfanginu mariaolsen@simnet.is

Kærleikskveðja,
María Olsen.