Leikfiminámskeið að hefjast

Karlaleikfimi - Jógaleikfimi - Vatnsleikfimi

30. ágúst 2022

Ný námskeið eru að hefjast í karlaleikfimi, jógaleikfimi og vatnsleikfimi. Leikfimin er fyrir fólk sem vill þjálfa sig og styrkja undir handleiðslu fagfólks.
Á námskeiðunum býður Gigtarfélagið upp á hópþjálfun sem hentar fólki með gigt, fólki sem á við verkjavandamál að stríða eða þeim sem eru að hefja þjálfun eftir hlé, t.d. vegna veikinda.
JÓGALEIKFIMI hefst 8. september.
KARLALEIKFIMI hefst 5. september.
VATNSLEIKFIMI hefst 5. september.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530 3600 eða senda skeyti á netfang félagsins gigt@gigt.is
Nánari upplýsingar og verð má sjá hér á heimasíðu félagsins: Hópþjálfun - Námskeið