Hittingur hjá Lupus og Sjögrenshópi 10. maí

9. maí 2023

Í tilefni Alþjóðlega Lupusdagsins væri gaman að hittast 10. maí kl. 19:30 á Eyja hótel í Brautarholti 10 (guldsmedenhotels.com).

Ég biðst afsökunar á stuttum fyrirvara, en þar sem við erum flutt út Ármúlanum í tímabundið húsnæði meðan verið er að innrétta nýja húsnæðið okkar í Brekkuhúsunum erum við ekki með nógu góða fundaraðstöðu og það tók meiri tíma en ég bjóst við að finna stað fyrir fundinn.

Vona að ég sjái ykkur sem flest.
Með bestu kveðjum,
Hrönn