Upplestur hjá Leshring G.Í. 22. nóvember

18. nóvember 2022

Jón Kalman rithöfundur les úr nýjustu bók sinni Guli kafbáturinn og áritar þriðjudaginn 22. nóvember.
Fundarsal Gigtarfélagsins 2. hæð að Ármúla 5, klukkan 13:30.
Öll áhugasöm velkomin!

Í Bókatíðindum segir um bókina: "Miðaldra rithöfundur staddur í almenningsgarði í London á brýnt erindi við Paul McCartney sem situr þar undir tré. Fortíðin sækir á hann í líki gamals Trabants þar sem sitja m.a. faðir hans og Guð með vodkaflösku, mamma hans og heill kirkjugarður af dánu fólki. Skáldsaga um listina, dauðann og þó miklu frekar um lífið, ímyndunaraflið og Bítlana."
Jón Kalman mun einnig ræða tvær eldri bækur sínar "Ýmislegt um risafurur og tímann" og "Snarkið í stjörnunum" sem nú eru endurútgefnar.