Ganga og leiðsögn um Elliðaárdal

3. júní 2022

Nú er tækifæri til að ganga um Elliðaárdalinn undir leiðsögn.
Styrmir Sigurðsson sjúkraþjálfari hjá Gigtarfélaginu leiðir gönguna, en hann þekkir hvern krók og kima dalsins.

Gangan verður farin laugardaginn 11. júní klukkan 11:00.
Lagt verður af stað frá Hinu húsinu við Rafstöðvarveg.

Farið verður rólega um og staldrað við hjá áhugaverðum stöðum.
Fjöldi bekkja er á svæðinu sem gengið er um og því hægt að hvílast öðru hvoru. Gangan tekur um klukkustund og verður ekki farið um neinar brekkur.