Skrifstofan opnar 6. janúar 2020

2. janúar 2020

Gigtarfélag Íslands óskar öllum góðs og farsæls komandi árs. Félagið þakkar öllum fyrir velvild og stuðning á árinu sem er að líða. Skrifstofa félagsins opnar á nýju ári mánudaginn 6. janúar kl. 09:00.

Sjúkraþjálfun félagsins er opin. Beinn sími í sjúkraþjálfun er 530 3609. Iðjuþjálfun er lokuð vegna veikinda. Hópþjálfun félagsins í sal hefst 6. janúar. Hópþjálfun í sundi þann 8. janúar.

Dregið var í hausthappdrætti félagsins 5. desember. Vinningsnúmer eru birt hér á síðunni undir hnappnum „Happdrætti“.