Fræðslufundur um liðvernd hjá Suðurnesjadeild GÍ 27. febrúar

20. febrúar 2023

Þann 27. febrúar kl.19:30 fáum við í heimsókn Gunnhildi Gísladóttur iðjuþjálfa hjá Gigtarfélagi Íslands.
Einnig er hún markþjálfi og með diplomu í jákvæðri sálfræði.
Mun hún halda fyrirlestur um liðvernd og mikilvægi hennar í daglegu lífi.
Síðan verða opnar umræður.

Endilega takið kvöldið frá og eru allir velkomnir.
Fundurinn verður haldin að Njarðarvöllum 4, 260 Reykjanesbæ (Nesvöllum).
Kaffi og meðlæti á boðstólnum.

Kær kveðja,
Stjórn Suðurnesjadeildar GÍ