Jógaleikfimi og karlaleikfimi
Leikfimihópar á vegum Gigtarfélagsins hefja æfingar í byrjun september, í boði eru jógaleikfimi og karlaleikfimi.
Þjálfunin hentar fólki með gigt eða fólki sem er að byrja þjálfun eftir langt hlé eða veikindi og vill taka þátt í hæfilegri hreyfingu til að styrkja sig.
Þjálfað er í Skútuvogi 13a (bak við Bónus, gegnt Húsasmiðjunni) í húsnæði Dans & jóga á 2. hæð.
Jógaleikfimi hefst mánudaginn 4. september. Námskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum klukkan 13:30 til 14:30.
Karlaleikfimi hefst 5. september og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 15:45-16:45.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530 3600 eða sendið línu á netfang félagsins gigt@gigt.is
Nánari upplýsingar og verð má sjá hér