• OBI-1.mai

1. maí gangan á sunnudag

27. apríl 2022

Fatlað fólk úr fjötrum fátæktar! - verður krafa ÖBÍ í 1. maí göngunni á sunnudaginn. Gangan fer frá Hlemmi klukkan 13:30.

ÖBÍ verður með forgönguborða og kröfuspjöld, þeir sem vilja taka þátt í að bera spjöld eru beðnir að mæta um kl 13:00.

Hvetjum sem flesta til að taka þátt í göngunni. Hér er tækifæri til að vera sýnileg og koma okkar málum á framfæri. Fólk getur komið inn í gönguna hvar sem er á Laugaveginum og jafnvel í Bankastræti treysti það sér ekki til að fara alla gönguna.

Eftir gönguna býður ÖBÍ upp á hressingu í Hörpunni.

OBI-1.mai