Til hamingju með daginn! Alþjóðlega gigtardaginn!
Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag
Gigtarsjúkdómar og annar stoðkerfisvandi eru algengustu atvinnusjúkdómar í Evrópu – þeir eru um 60% allra heilsufarsvandamála á vinnustað – og þeir eru helsta orsök veikindaleyfa í álfunni og ótímabærra starfsloka vegna líkamlegrar fötlunar. Að vera útilokaður frá atvinnuþátttöku hefur mikil áhrif á fjármál fólksins, sjálfsmynd og andlega heilsu. Efnahagslegur og samfélagslegur kostnaður sökum þeirra mikill. Nú hefur COVID-19 heimsfaraldurinn og meðfylgjandi samdráttur skapað nýja ógn við atvinnuþátttöku fólks sem á í stríði við gigtarsjúkdóma og annan stoðkerfisvanda. Til að takast á við þetta þennan nýja vandal hafa Evrópu samtök gigtarfélaga (EULAR) skipulagt rafræna ráðstefnu í Brussel í dag á alþjóðlegum gigtardegi. 12 Október 2020. Tilgangurinn er að vekja athygli á þessum vanda og laða fram hagnýtt efni sem nýta má varðandi stefnumörkun í málaflokknum og við mótun ráðstafana ráðamanna í Evrópu á þessum vettvangi. Við munum síðar greina frá niðurstöðu ráðstefnunnar. Eigið ánægjulegan alþjóðlegan gigtardag í dag.