Aðalfundur Gigtarfélagsins - Helstu nýjungar í gigtarlækningum - 7. júní kl 19:30.

12. maí 2023

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 7. júní nk. klukkan 19:30 í sal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1, gengið inn frá Ármúla. Að loknum aðalfundarstörfum flytur Katrín Þórarinsdóttir gigtarlæknir fræðsluerindi er hún nefnir: "Helstu nýjungar í gigtarlækningum - fréttir frá EULAR ráðstefnunni 2023" Fræðsluerindið hefst oftast um klukkan 20:30. Allir velkomnir.