Vatnsleikfimi í Hátúni
Stefnt er að opnun sundlaugarinnar í Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu) í byrjun maí og verður Gigtarfélagið með vatnsleikfimi þar síðdegis á mánudögum og miðvikudögum.
Ætlunin er að vera með tvo hópa, þann fyrri klukkan 16:15 og þann síðari klukkan 17:00.
Setjum hér inn upplýsingar um dagsetningar námskeiðs og þátttökugjald þegar það liggur fyrir. Nánari upplýsingar um leikfimina má sjá hér
Á þriðjudögum verður Davíð Már Sigurðsson með leikfimina og Sandra Rán Garðarsdóttir á miðvikudögum, bæði eru þau íþróttafræðingar.
Skráning í vatnsleikfimi í Hátúni er á skrifstofu Gigtarfélagsins, í síma 530 3600 eða með skeyti á netfangið gigt@gigt.is
Vatnsleikfimin er opin fyrir alla.