Bólgueyðandi lyf og COVID-19

25. mars 2020

Ekki er ástæða til að hætta notkun íbúprófens. Undanfarið hafa komið fram staðhæfingar, m.a. á samfélagsmiðlum, þess efnis að bólgueyðandi lyf á borð við íbúprófen geti valdið því að COVID-19 sjúkdómurinn ágerist; í þessu sambandi er átt við bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar (NSAID). Engar haldbærar upplýsingar styðja það að notkun íbúprófens fylgi versnandi ástand sjúklinga með COVID-19. Sérfræðingar Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) fylgjast grannt með og munu meta hverjar þær nýjar upplýsingar sem kunna að berast um slíkt orsakasamhengi.  Lyfjastofnun