18. mars er árlegur vitundardagur fyrir barnagigt

9. mars 2022

Tilgangur vitundardagsins 18. mars er að vekja fólk til vitundar um gigt hjá börnum og ungmennum. Hvetja foreldra, lækna, kennara, hjúkrunarfræðinga og almenning til að vera vakandi fyrir einkennum gigtar hjá börnum og hafa í huga mikilvægi snemmgreiningar sjúkdómsins.

Vekjum sérstaklega athygli á fyrirlestrinum "Together, how can we help children and young people live well with a rheumatic disease". Fyrirlesturinn verður sendur út rafrænt milli klukkan 20:00 - 21:30 (ísl. tíma) þann 18. mars og er sérstaklega ætlaður ungu fólki með gigtarsjúkdóma og aðstandendum þeirra.

Hægt er að skrá sig á fyrirlestrana á síðunni https://wordday.org/
Skráning er ekki bindandi. Þátttakendur sem fylgjast með beinu streymi hafa tækifæri til að spyrja spurninga. Fyrirlestrar verða einnig aðgengilegir á síðunni eftir viðburðinn, en þá er ekki lengur möguleiki að senda inn spurningar.

Hvetjum ykkur til að kynna ykkur efni á heimasíðu vitundardagsins, en þar má meðal annars sjá reynslusögur ungmenna með gigt:  https://wordday.org/get-inspired/  Logo-WORDday