Aðalfundur Gigtarfélagsins og fræðsluerindi 15. júní næstkomandi

7. júní 2022

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 15. júní nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð. Að loknum aðalfundarstörfum mun Rúnar Helgi Andrason sálfræðingur halda fyrirlestur er hann nefnir: „Heilsutengd lífsgæði fólks með langvinna verki.“ Rúnar Helgi starfar í verkjateymi Reykjalundar.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.