Aðalfundur 2024
MeginmálAðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn í nýjum húsakynnum félagsins að Brekkuhúsum 1, í Grafarvogi, þriðjudaginn 14. maí 2024 kl. 19.30.
· Dagskrá:
· Venjuleg aðalfundarstörf.
· Stjórn mun bera upp tillögur um breytingar á III kafla Aðalfundir 7.gr. í samþykktum félagsins sem fela í sér að stjórnarmönnum mun fækka úr 13 manns í 9, þ.e. tvo í aðalstjórn og tvo til vara. Þar af leiðandi þarf líka að gera orðalagsbreytingar í l0. gr. IV kafla Aðalstjórn og framkvæmdastjórn.
· Tillaga um breytingu á V kafla Deildir og áhugahópar, 13. gr. B.
Samþykktir félagsins er að finna á heimasíðu félagsins.
Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihléi mun Gerður Gröndal gigtarlæknir flytja erindið „Mikilvægi fræðslu og virkrar þátttöku sjúklinga í meðferð sinni“.