Sundleikfimin byrjar 6. janúar

4. janúar 2021

Sundleikfimin byrjar miðvikudaginn 6. janúar. Þá höldum við áfram námskeiðinu frá í haust sem stoppað var af vegna sóttvarna. Því námskeiði er formlega lokið 27. janúar nk. Strax í kjölfarið bjóðum við upp á annað námskeið fram að páskaviku. Nýskráning er nauðsyn  í það námskeiðið. Sömu tímar og voru í haust.