Iðjuþjálfun félagsins verður lokuð um nokkurn tíma.

12. ágúst 2019

Vegna veikinda iðjuþjálfans okkar verður iðjuþjálun félagsins lokuð um nokkurn tíma. Ekki hefur fengist iðjuþjálfi til afleysingar eða í starf á móti henni. Við biðjum alla þá sem bíða eftir þjónustu velvirðingar á þessu. Áfram verður unnið að því að manna deildina. Við munum greina frá stöðunni og breytingum á þessu erfiða ástandi um leið og þær verða.