Fréttir og Tilkynningar

Alþjóðlegur liðagigtardagur (RA) - 2. febrúar 2025

Á alþjóðlega liðagigtardaginn, 2. febrúar, verður haldin stofnfundur Liðagigtarhóps (RA) innan Gigtarfélags Íslands. Fólk með liðagigt og aðstandendur þeirra er hvatt til að mæta.

Lesa meira

Handafimi og heitt vax - 29. janúar 2025

Nýtt 6 vikna námskeið í handafimi hefst um miðjan febrúar. 

Jóna Guðbjörg íþróttafræðingur sér um 6 vikna námskeið í handafimi í húsakynnum Gigtarfélagsins, Brekkuhúsum 1, Grafarvogi.

Í upphafi hvers tíma er vaxmeðferð á höndum, til að hita upp og mýkja hendur og fingur. Slökun er tekin meðan beðið er í vaxinu og síðan handa- og fingraæfingar þegar vaxið hefur verið tekið af.
Tíminn stendur í 50-60 mín.
Hver hópur mætir 1x í viku.

Lesa meira

Vatnsleikfimi í janúar og febrúar - 2. janúar 2025

Nú eru að hefjast ný námskeið í vatnsleikfimi sem standa út febrúar.
Vatnsleikfimi í Grensáslaug er eingöngu fyrir konur, en í Hátúni er opið fyrir alla. 

Hátúni 12
Mánudaga & Miðvikudaga – Hefst mánudaginn 6. janúar

Grensáslaug
Þriðjudaga & Fimmtudaga - Hefst þriðjudaginn 7. janúar

Lesa meira

Lokun yfir hátíðarnar - 18. desember 2024

Skrifstofa Gigtarfélagsins verður lokuð frá fimmtudeginum 19. desember vegna jólaleyfis. 
Erindi má senda á netfang félagsins gigt@gigt.is og verður reynt að bregðast við því sem er áríðandi.
Opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar.

Styrmir sjúkraþjálfari verður með viðveru fram að jólum og milli jóla og nýárs. 
Hafa má samband við Styrmi með því að senda skilaboð í síma 690 0407.

Lesa meira