Fréttir og Tilkynningar

Landlæknir: Ráð til foreldra langveikra barna og ungmenna - 26. mars 2020

Embætti landlæknis hefur tekið saman ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna. Með ráðleggingunum er vonast til að foreldrar geti skipulagt umhverfi sitt miðað við þær aðstæður sem eru uppi vegna COVID-19. Til hvaða viðbragða ...

Lesa meira

Bólgueyðandi lyf og COVID-19 - 25. mars 2020

Ekki er ástæða til að hætta notkun íbúprófens. Undanfarið hafa komið fram staðhæfingar, m.a. á samfélagsmiðlum, þess efnis að bólgueyðandi lyf á borð við íbúprófen geti valdið því að COVID-19 sjúkdómurinn ágerist; í þessu sambandi er átt við bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar (NSAID). Engar haldbærar upplýsingar styðja það að notkun íbúprófens fylgi versnandi ástand sjúklinga með COVID-19.  Sjá nánar

Lesa meira

Öll þjónusta og starf Gigtarfélags Íslands liggur niðri vegna varna við COVID-19 - 24. mars 2020

Vegna hertra reglna í baráttunni við COVID-19 veiruna sem fela í sér samkomubann og takmarkanir er varða aðra þjónustu höfum við lokað Gigtarmiðstöðinni þar til reglunum hefur verið aflétt. Hér er átt við sjúkra- og iðjuþjálfun og skrifstofu og annað félagsstarf. Áður höfðum við hætt hópleikfimi meðan ástandið varir. 

Lesa meira

Ágætu viðskiptavinir sjúkra- og iðjuþjálfunar Gigtarfélags Íslands - 20. mars 2020

Vegna COVID-19 veirunnar þurfum við að gæta okkar einstaklega vel á næstunni og passa upp á hreinlæti og hvert annað. Með góðu samstarfi við ykkur náum við árangri og heftum útbreiðslu veirunnar. Ef þið finnið fyrir einkennum smits eða hafið umgengist smitaða einstaklinga biðjum við ykkur að vera heima þar til einkenni eru horfin eða ljóst að ekki er um smit að ræða. Á Gigtarfélaginu höfum við tekið upp .. ..

Lesa meira

Fréttir og Tilkynningar

Olís styrkir Gigtarfélag Íslands

Í tilefni 30 ára afmælis Gigtarfélags Íslands (GÍ) styrkti Olíuverzlun Íslands, (Olís) félagið um 300 þús kr. En eins og kunnugt er gerði Olís og GÍ fyrir um ári síðan með sér víðtækt samkomulag um útgáfu félagsskírteina félagsmanna í GÍ. Lesa meira

Vefjagigt og andleg líðan - Fræðslufundur 15. febrúar

Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 19.30 stendur Gigtarfélag Íslands fyrir fræðslufundi á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún um vefjagigt. Eggert Birgisson sálfræðingur mun flytja erindi sem hann nefnir: Vefjagigt og andleg líðan. Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands - Deild Norðurlands Eystra.

Þriðjudaginn 27. febrúar nk. boðar Gigtarfélag Íslands, deild Norðurlands Eystra, til aðalfundar á Akureyri með félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Fundurinn verður haldinn kl. 20.00 á Hótel KEA. Lesa meira

Gleðin og sorgin, systur tvær - Tilkynning

Kvennahreyfing ÖBÍ heldur fund laugardaginn 24. febrúar nk. kl. 11:00– 12:30 að Hátúni 10, á 9.hæð Lesa meira