Fréttir og Tilkynningar

Iðjuþjálfun hefur tekið til starfa á ný - 7. febrúar 2020

Iðjuþjálfun félagsins hefur tekið aftur til starfa. Hún hefur að undanförnu verið lokuð vegna veikinda.  Verið er að endurskipuleggja hlutina, fara í gegnum biðlista og fyrirliggjandi beiðnir. Mikilvægt er að þeir sem eru á biðlista eftir iðjuþjálfun hafi samband og kanni stöðu sína, m.a. eru margar beiðnir runnar út á tíma og þarfnast endurnýjunar. Best er að hafa samband beint við iðjuþjálfun í síma 530 3603 fyrir hádegi eða á bilinu kl 9 til 12.

Lesa meira

Skrifstofan opnar 6. janúar 2020 - 2. janúar 2020

Gigtarfélag Íslands óskar öllum góðs og farsæls komandi árs. Félagið þakkar öllum fyrir velvild og stuðning á árinu sem er að líða. Skrifstofa félagsins opnar á nýju ári mánudaginn 6. janúar kl. 09:00.

Sjúkraþjálfun félagsins er opin. Hópþjálfun í sal hefst 6. janúar og í sundlaug þann 8. janúar.

Lesa meira

Birtuhópur - 10. desember 2019

Birtuhópur - 4. desember 2019

Jólafundur Birtuhópsins verður haldinn í húsakynnum GÍ þriðjudaginn 10. desember kl. 14 til 16


Fréttir og Tilkynningar

Olís styrkir Gigtarfélag Íslands

Í tilefni 30 ára afmælis Gigtarfélags Íslands (GÍ) styrkti Olíuverzlun Íslands, (Olís) félagið um 300 þús kr. En eins og kunnugt er gerði Olís og GÍ fyrir um ári síðan með sér víðtækt samkomulag um útgáfu félagsskírteina félagsmanna í GÍ. Lesa meira

Vefjagigt og andleg líðan - Fræðslufundur 15. febrúar

Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 19.30 stendur Gigtarfélag Íslands fyrir fræðslufundi á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún um vefjagigt. Eggert Birgisson sálfræðingur mun flytja erindi sem hann nefnir: Vefjagigt og andleg líðan. Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands - Deild Norðurlands Eystra.

Þriðjudaginn 27. febrúar nk. boðar Gigtarfélag Íslands, deild Norðurlands Eystra, til aðalfundar á Akureyri með félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Fundurinn verður haldinn kl. 20.00 á Hótel KEA. Lesa meira

Gleðin og sorgin, systur tvær - Tilkynning

Kvennahreyfing ÖBÍ heldur fund laugardaginn 24. febrúar nk. kl. 11:00– 12:30 að Hátúni 10, á 9.hæð Lesa meira