Fréttir og Tilkynningar

Leshringurinn hittist - 18. apríl 2018

Leshringur Gigtarfélagsins ætlar að hittast þriðjudaginn 24. apríl  að Ármúla 5, 2. hæð. kl. 13:30 - 15:30.
Verið er að lesa bókina "Táningabók" eftir Sigurð Pálsson

Allir eru velkomnir

Lesa meira

Fundur hjá Suðurnesjadeild - 12. apríl 2018

Uppfært!!
Næsti  fundur Suðurnesjadeildar GÍ verður miðvikudaginn 18. apríl kl.20:00 á Nesvöllum Njarðarvöllum 4, 260 Reykjanesbæ.
Ásdís Ragna grasalæknir, forfallast af óviðráðanlegum orsökum og verður því spjallfundur í staðinn. 
Kaffi og meðlæti verður í boði á fundinum.

Allir eru velkomnir.

Lesa meira

Hópleikfimi - Vorönn hefst 4. apríl - 4. apríl 2018

Hópleikfimin hefst á ný eftir páskafrí þann 4. apríl, í dag. Önnin er út maí og tekur þá við sumarfrí. Sömu tímar eru í boði og á sömu tímum. Við munum í áframhaldi reyna að halda úti einum til tveimur sundtímum í júní ef þátttaka fæst og biðjum við þá sem áhuga hafa á því að skrá sig í tíma. Skráning er í síma 530 3600
Stundarskrá má finna hér .

Lesa meira

Leshringurinn hittist - 20. mars 2018

Bok-eg-a-teppi...

Leshringur Gigtarfélagsins hittist þriðjudaginn 27. mars n.k. að Ármúla 5, 2. hæð kl: 13:30 til 15:30.
Verið er að lesa bókina „Ég á teppi í þúsund litum“ eftir Anne B. Radge í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur.
„Ég á teppi í þúsund litum“ er grípandi saga um lífsþrótt og seiglu, um skort á umhyggju, um þakklæti og óræða þrá – og um það hvernig komast skal hjá því að kalkúnninn verði of þurr.

Allir eru velkomnir


Lesa meira