Fréttir og Tilkynningar

Aðalfundur Gigtarfélagsins verður 1. september kl. 19:30 - 24. ágúst 2021

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 1. september nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð. Vegna COVID- 19 verður einungis um venjuleg aðalfundarstörf að ræða. Fræðsluerindi bíða betri tíma. Virðum sóttvarnarreglur.

Lesa meira

Karlaleikfimi - nýtt námskeið 6. september - 24. ágúst 2021

Frískleg karlaleikfimi þar sem lögð er áhersla á þrekþjálfun, liðkun, líkamsbeitingu og slökun. Leikfimin getur hentað karlmönnum á öllum aldri hvort sem þeir eru með gigt eða ekki, en vilja æfa í rólegu umhverfi undir stjórn og eftirliti. 
Leikfimin er í sal Gigtarfélagsins Ármúla 5, á staðnum er góð búningsaðstaða með sturtum.

Nýtt námskeið hefst mánudaginn 6. september, þjálfað er á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17:15.
Námskeiðið stendur í 8 vikur og er reiknað með 16 þjálfunartímum.
Verð fyrir námskeiðið er 25.280 kr fyrir félagsmenn Gigtarfélagsins (29.040 kr fyrir þátttakendur utan félags).

Skráning fer fram á skrifstofu Gigtarfélagsins á netfangið gigt@gigt.is eða í síma 530 3600 (opið 10:00 til 15:00 mánudaga til fimmtudaga).

Áætlunin er háð því að næg þátttaka fáist á námskeiðið, sem annars verður frestað þar til næg þátttaka næst.
Sem fyrr er einnig settur fyrirvari um breytingar vegna sóttvarnarreglna.

Sumarhappdrætti Gigtarfélagsins - 16. ágúst 2021

Dregið hefur verið í sumarhappdrættinu 2021. Vinningaskrá verður birt hér á heimasíðunni þriðjudaginn 17. ágúst. Við biðjumst velvirðingar á því að vinnsla vinningaskrárinnar tekur þennan tíma. Ástæðan er hvorttveggja sumarleyfi og forföll.

Lesa meira

Sumarlokun Gigtarfélagsins vegna sumarleyfa - 12. júlí 2021

Sumarlokun skrifstofu og iðjuþjálfunar Gigtarfélagsins verður sem hér segir. Lokað verður á skrifstofu og í iðjuþjálfun frá og með 12. júlí. Opnað aftur 9. ágúst. Sjúkraþjálfun félagsins verður opin hluta þessa tímabils. Beinn sími sjúkraþjálfunar er 530 3609.

Lesa meira