Fréttir og Tilkynningar

Þorbjargarsjóður - Námsstyrkir fyrir ungt fólk með gigtarsjúkdóm - 2. desember 2021

Stjórn Styrktar- og minningarsjóðs Þorbjargar Björnsdóttur hefur ákveðið að veita styrki úr sjóðnum fyrir árið 2021. Tilgangur sjóðsins er að styðja gigtarsjúklinga og þá einkum unga gigtarsjúklinga til náms. Styrkupphæð nemur allt að 500 þúsund krónum. Með hverri umsókn þarf að fylgja vottorð frá lækni er staðfestir gigtarsjúkdóm umsækjanda. Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2022.

Umsóknareyðublað hér

Lesa meira

Iðjþjálfun lokuð vikuna 1. til 5. nóvember ´21 - 28. október 2021

Engin starfsemi verður í iðjuþjálfun í næstu viku frá mánudegi 1. nóv. til föstudags 5. nóv. 2021. Jóhönnur eru farnar í viku orlof.

Lesa meira

Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag - 12. október 2021

Í dag er Alþjóðalegi gigtardagurinn 12. október. Um heim allan leggja gigtarfélög áherslu á að kynna áhrif gigtarsjúkdóma á einstaklinga og samfélög. Okkar framlag í ár var málþing um gigtarsjúkdóma sem við nefndum „Gigtarsjúkdómar frá æsku til efri ára“ sem haldið var á laugardaginn síðasta, einnig í tilefni 45 ára afmælis félagsins. Málþingi má sjá á Fb síðu félagsins.   Hlekkur

Lesa meira

Málþing - Gigtarsjúkdómar frá bernsku til efri ára - 27. september 2021

Í tilefni af 45 ára afmæli Gigtarfélags Íslands verður haldið málþing 9. október 2021 á Grand Hótel frá klukkan 10:00 til 16:00. Á þinginu verður fjallað um áhrif gigtar og úrræði.

Fyrir hádegi verða erindi með áherslu á gigtarsjúkdóma barna, erindi um gigt fullorðinna eftir hádegið og þinginu lokið með reynslusögu af barni og skóla.

Húsið opnar klukkan 9:30, heitt á könnunni. Málþingið verður í beinu streymi. Allir velkomnir! - SJÁ DAGSKRÁ        Hlekkur á málþingið   

Lesa meira