Stefna

Gigtarfélag Íslands er landssamtök fólks með gigtarsjúkdóma og var stofnað 9. október 1976. Félagið er í forsvari fyrir annan af tveimur fjölmennustu hópum fólks með fötlun í landinu. Félagsmenn eru ríflega 4.800, en um 41% þeirra eru öryrkjar með 75 % örorkumat.

Markmið félagsins er

  • að auka lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma, aðstandenda og fjölskyldu

Tilgangur GÍ er að berjast gegn gigtarsjúkdómum með því ...

  • að stuðla að almennri umræðu um gigtarsjúkdóma og áhrif þeirra á einstaklinga og samfélag
  • að efla meðferð og endurhæfingu gigtsjúkra
  • að efla forvarnir, s.s. fræðslu, þjálfun og rannsóknir
  • að gæta hagsmuna gigtarfólks í hvívetna

Markmið

Markmið félagsins er að auka  fræðslu- og ráðgjafarstarfsemi fyrir fólk með gigtarsjúkdóma, aðstandendur  þeirra og aðra þá sem áhuga hafa á gigtarmálefnum og úrræðum þeim tengdum. Unnið er að eflingu áhugahópa og deilda, þar sem mjög mikilvægt starf er  unnið. Um er að ræða jafningjafræðslu, miðlun reynslu um  einkenni, meðferð og áhrif gigtarsjúkdóma á daglegt líf. 

Aðsetur félagsins er