Lög GÍ

I. Heiti, heimili og hlutverk

1. gr.

Félagið heitir Gigtarfélag Íslands (GÍ). Heimili þess og aðal starfs stöð er í Reykjavík.

2. gr.

Markmið GÍ er að berjast gegn gigtar sjúk dómum og áhrifum þeirra og vinna að fullnægjandi framboði á nauðsyn legri þjónustu við gigtsjúka. Félagið stefn ir m.a. að því að ná þessu markmiði með því að:

a) bæta félagslegar, menningarlegar og efnahagslegar aðstæður gigtsjúkra.

b)    koma upplýsingum á framfæri um gigtsjúkdóma, forvarnir, meðhöndlun þeirra og samfélagsleg áhrif.

c)     efla meðferð og endurhæfingu gigtsjúkra svo og gigtarrannsóknir og reyna að samræma störf þeirra fagaðila sem að þessum málum vinna.

d)     stuðla að aukinni menntun heil brigðisstétta á sviði gigtlækninga.

e)     stuðla að samvinnu við innlend og erlend félög með sama starfsgrund völl.

f)     eiga og reka gigtlækningastöð og/eða nauðsynlegar fasteignir, sem þjóna ofangreindum markmiðum eftir því sem við á.

3. gr.

Gigtarfélag Íslands var stofnað 9. október 1976 með óendurkræfum fram  lögum frá stofnfélögum og frjálsum framlögum frá almenningi. Enginn nýtur sérréttinda hjá félaginu, hvorki stofnendur né aðrir.

II. Félagsmenn

4. gr.

Félagar geta allir þeir einstaklingar verið er þess óska og áhuga hafa á að styðja tilgang félagsins.

5. gr.

Árgjald skal ákveðið á aðalfundi. Skal fjárhæð árgjaldsins ákveðin fyrirfram fyrir næsta starfsár og koma til innheimtu í byrjun næsta árs. Stjórninni er heimilt að fella niður árgjald örorku- og ellilífeyrisþega. Stjórn inni er heimilt að afla stuðnings frá fyrirtækjum, stofnunum og ein staklingum eftir reglum sem hún setur. Halda skal skrá yfir styrktarmeðlimi. Heimilt er að fella félagsmenn úr félagaskrá hafi þeir ekki greitt árgjald síðustu tveggja ára og ekki sótt um niðurfellingu.

III. Aðalfundir

6. gr.

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins. Aðalfund skal halda eigi síðar en í maímánuði ár hvert og skal til hans boðað í fjölmiðlum með viku fyrir vara hið skemmsta, ásamt til greindri dagskrá.

Afl atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundi nema annað sé ákveðið í samþykktum þessum. Sérhver félagi á skrá félagsins, sem greitt hafði árgjald síðasta starfsárs fyrir næstliðin áramót eða fengið niðurfellingu stjórnar skv. 5. gr., hefur eitt atkvæði á félagsfundi.

7. gr.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

 1. Skýrsla formanns.
 2. Skýrslur formanna einstakra stjórna, nefnda og ráða á vegum félagsins.
 3. Kynning á ársreikningi félagsins.
 4. Umræður um skýrslur og ársreikning auk samþykktar ársreiknings.
 5. Kosning formanns til tveggja ára.
 6. Kosning fjögurra manna í aðalstjórn til tveggja ára.
 7. Kosning fjögurra varamanna í aðalstjórn til eins árs.
 8. Kosning tveggja endurskoðenda og skal annar þeirra vera löggiltur endurskoðandi.
 9. Árgjald næsta árs ákveðið.
 10. Afgreiðsla tillagna til breytinga á samþykktum ef þær eru löglega uppbornar.    
 11. Önnur mál ef einhver eru.

8. gr.

Kjörgengir til formannsstöðu í félaginu eru þeir félagsmenn, sem setið hafa í aðalstjórn félagsins í meira en 4 ár eða hafa gegnt öðrum trúnaðarstörfum í þágu félagsins jafn lengi. Einnig aðrir þeir félagsmenn, sem aðalstjórnarfundur félagsins veitir kjörgengi.  Um ofangreinda ákvörðun aðalstjórnarfundar gildir 13. gr. samþykktanna.

Hafi framborin tillaga aðalstjórnar félagsins um frambjóðendur til aðalstjórnar félagsins og/eða varamanna þeirra ekki náð fram að ganga á aðalfundi og minna en 1/10 atkvæðisbærra félagsmanna hafa sótt fundinn, getur fundarstjóri boðað til framhaldsaðal fund ar innan mánað ar frá aðalfundi og látið endurtaka kosningarnar. Skal þá fyrri stjórn sitja fram að lokum framhaldsaðalfundar sem starfsstjórn. Nið ur staða kosningarinnar á þeim fundi er bindandi fyrir félagið án tillits til fundarsóknar. Komi til endurtekningar kosn ingar skv. þessari grein skal fresta aðalstjórnarfundi skv. a. liði 2. mgr. 11 gr. þar til eigi síðar en innan mánaðar frá framhaldsaðalfundi.

9. gr.

Samþykktum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi þess og skal tillögum til  breytinga á samþykktum skilað til framkvæmda stjórnar félagsins eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Tillögur til breyt inga á samþykktum skulu kynntar, en verða ekki teknar til atkvæðagreiðslu nema 1/10 hluti  atkvæðisbærra félagsmanna hið fæsta séu viðstaddir. Nái tillagan samþykki 2/3 (tveggja þriðju hluta) fund armanna fær hún gildi.

10. gr.

Nú hefur tillaga til breytinga á samþykktum komið fram á réttum tíma og  1/10 (einn tíundi) félagsmanna sækir ekki aðalfund og skal þá efna til framhaldsaðalfundar um tillöguna. Er sá fundur lög mætur og ályktunarfær um breytingarnar án tillits til fundarsóknar og fær tillagan gildi ef 2/3 (tveir þriðju) fundarmanna samþykkja hana. Framhaldsaðalfund skal halda innan mánaðar frá aðalfundi.

IV. Aðalstjórn og framkvæmdarstjórn.

11. gr.

Yfirstjórn félagsins skal skipuð níu manna aðalstjórn sem kosin er á aðalfundi með meirihlutakosningu til tveggja ára í senn, fjórir menn í hvert sinn, en formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára. Á aðalfundi skal á sama hátt jafnframt kjósa fjóra varamenn til eins árs í senn. Í forföllum aðalmanna skulu varamenn kallaðir til í hlutfalli við at kvæðamagn það er þeir hlutu við kjör í aðalstjórnina en að öðrum kosti í þeirri röð sem þeir voru tilnefndir við kjör í aðalstjórnina. Varamenn mega sitja alla  aðalstjórnsfundi og hafa þá mál frelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hafa þeir aðeins þegar þeir sitja fundi í forföllum aðalmanna.

Aðalstjórnin skal koma saman eigi sjaldnar en tvisvar sinnum á hverju starfsári. Í fyrsta skipti eftir aðalfund skal aðalstjórnin koma saman eigi síðar en mánuði eftir aðalfund og skulu þá m.a. eftirfarandi mál vera á dagskrá:

a) kosning þriggja manna úr aðalstjórn, þ.e. varaformanns, gjaldkera og ritara en þeir tveir fyrstnefndu skulu mynda framkvæmdastjórn ásamt formanni. Einn varamaður skal kjörinn í framkvæmdastjórn. Skal framkvæmdastjórn kosin meirihlutakosningu.

b) skipun manna í stjórnir, nefndir og ráð sem starfa á vegum félagsins og tilnefning fulltrúa félagsins í ýmsar aðrar nefndir og ráð sem það á aðild að.

c) tillögur formanns og framkvæmda stjóra um starfsemi félagsins á nýju starfsári svo og fjárhagsáætlun.

Aðalstjórnin skal einnig koma saman síðla árs en þá skal framkvæmda stjórn in m.a. skýra frá stöðu verkefna og leggja fram hugmyndir um starfsemi næsta starfsárs svo og hugsanlegar breytingar á stefnu og skipulagi félagsins sem síðar skal kynna á aðalfundi.

Óski a.m.k. þrír aðalstjórnarmenn eftir því við formann félagsins að aðalstjórnin komi oftar saman en tvisvar á starfsárinu skal við því orðið.

Fundir framkvæmdastjórnar skulu eigi vera færri en 10 á hverju starfsári.

Aðalstjórnin skal setja sér reglur til að vinna eftir við skipun manna í stjórnir, nefndir og ráð sem starfa á vegum félagsins svo og tilnefningu manna í aðalstjórnina á aðalfundi og ráðningu starfs manna.

12. gr.

Aðalstjórnin og framkvæmdastjórnin ráða málefnum félagsins með þeim takmörkum sem lög þessi setja og ber ábyrgð gerða sinna fyrir aðalfundi.

13. gr.

Framkvæmdastjórnarfundi skal boða með tryggilegum hætti og með að minnsta kosti eins dags fyrirvara, en fundi  aðalstjórnar með minnst  einnar viku fyrirvara. Aðalstjórnar fundur er álykt un ar fær ef 5 stjórnarmenn hið fæsta sækja fund og sitja, en fundi fram kvæmda stjórnar skal að jafnaði ekki halda nema þeir séu fullskipaðir. Afl atkvæða ræður úrslitum á fundum aðalstjórnar og framkvæmdastjórnar og skulu gerðir þeirra bókfærðar.

V. Deildir og áhugahópar

14. gr.

Heimilt er félagsmönnum GÍ með samþykki framkvæmdastjórnar félagsins að stofna svæðisbundnar deildir innan félagsins og skulu stofnendur senda framkvæmdastjórn upplýsingar um nöfn stofnenda og ábyrgðarmanna væntanlegrar deildar auk upplýsinga um á hvaða svæði hér á landi deildin hyggst starfa um leið og óskað er samþykkis. Skulu deildirnar í megin atriðum starfa samkvæmt eftirfarandi reglum:

A.    Deildin kýs sér þriggja manna stjórn og tvo til vara. Stjórnin heldur aðalfundi árlega þar sem starfsskýrsla og endurskoðaðir reikningar eru lagðir fram. Afrit þeirra gagna skulu send aðalskrifstofu GÍ fyrir aðalfund félagsins.

B.    Félagsmenn greiða árgjöld til GÍ. Hver deild fær gjaldið endurgreitt eftir þörfum skv. umsókn en þó að jafnaði eigi meira en 25% inn heimtra árgjalda á sínu félagssvæði. Deildir njóta þess söfnunarfjár óskipt sem þær afla á sínu félagssvæði að eigin frumkvæði.

C.    Deildirnar starfa samkvæmt samþykktum GÍ en er heimilt að setja nánari starfsreglur.

D.    Komi fram tillaga um að leggja deild niður eða sameina hana annarri deild skal sú tillaga sæta sömu meðferð og tillaga til  breytinga á samþykktum skv. (8.) 9. gr. Líta má á deild sem ekki hefur starfað í tvö ár sem niðurlagða og er þá stjórn GÍ heimilt að yfirtaka allar eignir hennar.

E.    Formenn deilda hafa rétt til setu á aðalstjórnar fundum GÍ og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Framkvæmdastjórn GÍ er heimilt að tilnefna fulltrúa félagsins á  þeim stöðum á landinu þar sem ekki eru starfandi deildir.

15. gr.

Félagsmönnum GÍ er heimilt að stofna áhugahópa innan félagsins til að vinna að fram gangi hagsmuna einstakra hópa gigtsjúkra. Forsvarsaðilar slíkra hópa skulu í upphafi hvers starfsárs gera framkvæmdastjórn GÍ grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi á árinu og áætla útlagðan kostnað og jafnframt gera framkvæmdastjórninni grein fyrir starfi sínu í lok starfsársins. Framkvæmda stjórninni er heimilt að taka ákvörðun um að greiða útlagðan kostnað vegna starfsemi áhugahópa. Áhugahópar njóta þess söfnunarfjár óskipt sem þeir afla að eigin frumkvæði en er skylt að hafa samráð við framkvæmdastjórn félagsins í tæka tíð vegna slíkrar starfsemi.

VI. Ársreikningar

16. gr.

Reikningsár félagsins er almanaksárið.

17. gr.

Ársreikningur skal lagður fyrir aðalfund til kynningar, umræðu og sam þykkt ar. Verði hagnaður á rekstri félagsins skal hann færður til hækkunar á höfuðstól félagsins og á sama hátt skal tap á rekstri félagsins fært til lækk  unar á höfuðstól þess.

Ýmis ákvæði

18. gr.

Komi fram tillaga um að félaginu skuli slitið eða það sameinað öðru félagi skal hún sæta sömu meðferð og tillaga til breytinga á samþykktum skv. (8) 9. gr. Nái tillaga um félagsslit fram að ganga skal kosin skilanefnd og skal hún starfa skv. landslögum. Verði til eignir, eftir að allar skuldir félagsins hafa verið greiddar, skulu þær ganga til Öryrkjabandalags Íslands verði GÍ ennþá aðili þess, en að öðrum kosti til ríkissjóðs. Skal sá er eignirnar ganga til eyrnamerkja þær gigtsjúkum. Jafnframt skal skilanefndin koma sjóðum, sem G.Í. hefur haft umsjón með, í vörslu öruggra fjárvörsluaðila.

19. gr.

Framkvæmdastjórn GÍ skal heimilt að tilnefna heiðursfélaga að höfðu samráði við aðalstjórnina.

Viðaukaákvæði

Meðan GÍ hefur heimild Ríkisskatt stjóra til að taka við gjöfum með þeim áhrifum að verðmæti gjafanna megi draga frá skattskyldum tekjum gef anda að því marki sem lög og reglugerðir leyfa má ekki breyta ákvæðum 2. gr. um tilgang félagsins og 18. gr. um ráðstöfun á eignum þess.

Bráðabirgðaákvæði:

Allir þeir sem kosnir hafa verið í fulltrúaráð félagsins taka sæti í aðalstjórn þess við gildistöku ákvæða, sem breyta nafni fulltrúaráðs í aðalstjórn.

Samþykkt á framhaldsaðalfundi 29. júní 2010

Emil Thoroddsen