• 2.-tbl.-2017

2. tölublað 2017

Í þessu síðara tölublaði ársins 2017 er endurbirt viðtal frá árinu 2004 við Jón Þorsteinsson gigtarlækni, en hann lést í nóvember 2017. Guðrún Guðlaugsdóttir tók viðtalið við hann þar sem þau fóru yfir feril Jóns í lífi og starfi, stofnun Gigtarfélags Íslands og hvernig gigtarlækningar þróuðust á hans starfsferli.

Í blaðinu er einnig að finna tvær þýddar greinar, annars vegar eru það góð ráð fyrir aðstandendur einstaklinga með gigt eða annan stoðkerfisvanda en hins vegar er ítarleg grein um gigt og kynlíf. Þar er farið yfir þá þætti sem geta haft áhrif á kynlíf og góð ráð varðandi það hvernig hægt er að halda áfram að njóta þrátt fyrir skerta getu vegna gigtarsjúkdóma.

Jóhanna B. Bjarnadóttir, iðjuþjálfi Gigtarfélagsins er með góð ráð í amstri aðventunnar og einnig er umfjöllun um mót ungs fólks með gigt sem fram fór í Bosön í Svíþjóð í nóvember.

Greinar frá áhugahópunum eru á sínum stað ásamt fleira efni. 

Smelltu hér til að skoða blaðið