2. tölublað 2014
Þema þessa tölublaðs er hryggikt og má finna ýmsar upplýsingar um þann sjúkdóm. Árni Jón Geirsson, gigtarlæknir á Landspítalanum, skrifar grein um hryggikt, um orsakir, einkenni, meðferð og horfur svo eitthvað sé nefnt.
Þórunn Haraldsdóttir, sjúkraþjálfari hjá GÍ, er með grein um hryggikt og sjúkraþjálfun og fer yfir nokkrar æfingar og hvað hryggiktarsjúklingar geta gert til eflingar eigin heilsu.
Í blaðinu er einnig viðtal við Jón Kristinn Sveinsson sem greindist ungur með hryggikt, farið yfir hans sögu og hvernig staða hans er í dag.
Hér er einnig góð grein um hreyfiseðla. Upplýsingar um hvar hægt er að fá hreyfiseðla, hvernig þeir virka og hvert markmiðið er með notkun þeirra.
Greinin frá iðjuþjálfa að þessu sinni fjallar um jákvæð áhrif skapandi iðju á heilsu og vellíðan. Guðbjörg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi, fer yfir niðurstöður erlendrar rannsóknar á áhrifum prjónaskapar á andlega og félagslega vellíðan.
Greinar frá áhughópunum eru á sínum stað auk annars fróðleiks um starf félagsins.