2. tölublað 2013
Upphafsgrein þessa blaðs er skrifuð af Dr. Birni Guðbjörnssyni, prófessor í gigtrannsóknum við læknadeild Háskóla Íslands og Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum við LSH. Hér skrifar hann um Sóragigt á Íslandi, fer yfir upphaf gigtareinkenna, sjúkdómshegðun og birtingamynd. Hann fer einnig yfir meðferð og rannsóknir á sjúkdómnum.
Þórdís Magnúsdóttir tók á móti Guðrúnu Guðlaugsdóttur og sagði henni frá lífi sínu með gigt og mikilvægi þess að láta gigtina ekki stjórna lífi sínu.
Guðbjörg Guðmundsdóttir iðjuþjálfi GÍ og Þórunn Haraldsdóttir sjúkraþjálfari GÍ taka höndum saman í grein sem fjallar um hjálpartækjanotkun. Flottar myndir af notkun tækjanna eru í greininni og einfaldar útskýringar með.
Vilborg Anna Hjaltalín, sjúkraþjálfari GÍ og Stott Pilates þjálfari skrifar um Stott Pilates, út á hvað þetta æfingakerfi gengur og hvaða árangri það getur skilað.
Áhugahóparnir eru með sínar greinar á vísum stað auk þess sem annan fróðleik um starf Gigtarfélagsins má finna.