• 2.-tbl.-2016

2. tölublað 2016

Börn fá líka gigt og í þessu blaði eru tvær greinar um barnagigt. Annars vegar er grein eftir Judith. A. Guðmundsdóttur, sérfræðing í barnagigtarlækningum, um gigt í börnum. Hins vegar er viðtal við Gunnfríði Ólafsdóttur en hún er móðir tveggja ungra drengja sem báðir eru með barnagigt.

Fjölskyldan má ekki gleymast þar sem langvinir sjúkdómar eru. Þær Gunnhildur L. Marteinsdóttir og Inga Hrefna Jónsdóttir, sálfræðingar á Reykjalundi, fjalla um fjölskylduna, börnin og hjónabandið í grein um áhrif langvarandi sjúkdóma á nánustu aðstandendur.

Gigtarfélagið varð 40 ára í október 2016. Í blaðinu er er stutt yfirlit yfir sögu félagsins og opið hús sem haldið var í tilefni afmælisins.

Að vanda eru einnig greinar frá hinum ýmsu áhugahópum félagsins ásamt Suðurnejsadeildinni og iðjuþjálfunin er ekki langt undan með grein um handaæfingar. 

Smelltu hér til að skoða blaðið