1. tölublað 2008
Þema þessa blaðs er að nokkrum hluta börn með gigtarsjúkdóma. Guðbjörg Eggertsdóttir, sérfræðingur í sjúkraþjálfun barna, skrifar fyrstu grein blaðsins þar sem hún segir frá því að hreyfing sé mikilvæg fyrir alla. Hún fer yfir mikilvægi þess að fylgjast með færni barna með gigt og að grípa þurfi inn í ef grunur er á að færni muni skerðast. Hún fjallar um sjúkraþjálfun barna með gigt og hver markmið þjálfunarinnar eru.
Jón R. Kristinsson, barnalæknir, fjallar um barnaliðagigt. Hann fer yfir helstu bólgugigtarsjúkdómana, faraldsfræði og meðferð við gigt hjá börnum.
Helga Margrét Guðmundsóttir skrifar um Mindfulness, eða gjörhygli. Hún fer í stuttu máli yfir tengslin milli hugsana og tilfinninga og fjallar um sína reynslu á að nota þessa hugrænu tækni.
Ásta Dóra Konráðsdóttir fer yfir mikilvægi hreyfingar og fjallar sérstaklega um hópþjálfun. Hún skrifar um kosti hreyfingar og mikilvægi þess að staldra við og skoða sitt eigið hreyfimynstur í daglegu lífi.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi GÍ, skrifar grein um handarþjálfun og gefur góð ráð.
Kjarni áhugahóps foreldra barna með gigt skrifa grein í samvinnu við Svölu Björgvinsdóttur, um hið daglega líf barna með gigtarsjúkdóma. Greinin byrjar á almennri umfjöllun um gigtarsjúkdóma hjá börnum en þar á eftir snýst umfjöllunin um hið daglega líf, þ.e. umönnun þessara barna, skólakerfið, frístundir, meðferðir, áhrif á fjölskyldu og margt fleira.
Í blaðinu má að auki finna fróðleik um starfsemi Gigtarfélagsins og greinar frá áhugahópum má finna á vísum stað.