2. tölublað 2018

Í þessu síðara tölublaði ársins 2018 er ítarleg grein um þvagsýrugigt. Það eru hinir ýmsu gigtarlæknar sem koma að greininni og fjalla þeir um meinmyndun, áhættuþætti, einkenni, meðferð og fleira.
Einnig má finna þýdda grein um gigt og þreytu eða örmögnun. Hér er fjallað um birtingamyndir þreytunnar og ýmis ráð gefin sem gætu auðveldað daglegt líf og aukið skilning.
Emil Thoroddsen, framkvæmdarstjóri GÍ skrifar um kostnaðarþátttöku en það málefni snertir afar stóran hóp gigtarsjúkinga sem og aðra sjúklingahópa.
Jóhanna B. Bjarnadóttir, iðjuþjálfi Gigtarfélagsins, gefur góð ráð varðandi liðvernd og þar sem þetta blað kemur út fyrir jólin að þá er einnig grein með góðum ráðum er varða jólamatinn.
Áhugahóparnir eru á sínum stað með umfjöllun um það sem á daga þeirra hefur drifið frá síðasta tölublaði.

Smelltu hér til að skoða blaðið