2. tölublað 2011

Árni Jón Geirsson, lyf – og gigtarlæknir, skrifar um lófakreppu eða Depuytren‘s sjúkdóminn. Grein hans fjallar um sjúkdóminn sjálfan, sögu, faraldsfræði, meingerð og einkenni auk þess sem hann fer yfir þær aðgerðir sem notaðar hafa verið sem meðferð við sjúkdómnum. 

Sjúklingaráðin 10 eru hluti af hugmyndafræði um sjúklingamiðaða þjónustu sem byggir á gildum um virðingu, því að deila upplýsingum, samstarfi og samvinnu. Margrét Tómasdóttir frá Gæðadeild Landspítalans fer yfir sjúklingaráðin og hver ávinningur þeirra er. 

Guðrún Sigríður Sæmundsen skrifar um sína sjúkdóma en hún greindist 25 ára með liðagigt, sjögrens og lupus. Hún fer yfir sína sögu, hvað hún hefur gert til að stuðla að góðri líðan og hvað viðhorf sitt til sjúkdómanna og lífsins skiptir miklu máli. 

Emil Thoroddsen, framkvæmdarstjóri GÍ, skrifar um erlent samstarf Gigtarfélagsins. Gigtarfélag Íslands er aðili að Norræna gigtarráðinu og fer Emil yfir samstarf félaganna. Gigtarfélagið er einnig aðili að Evrópusamtökunum – EULAR, og fer Emil inn á starf EULAR í þágu gigtsjúkra. 

Sigurborg Sveinsdóttir, iðjuþjálfi GÍ, gefur hagnýt ráð í vetrarkuldanum. Hún fer yfir mikilvægi þess að búa sig vel í vetrarkuldanum og leggur áherslu á að hlífa gigtarhöndum. 

Margvíslegan fróðleik um starfsemi félagsins ásamt fréttum af áhugahópunum má svo að sjálfsögðu finna í blaðinu. 

Smelltu hér til að skoða blaðið