2. tölublað 2010
Einar S. Ingólfsson, formaður Gigtarfélags Íslands skrifar um snemmgreiningu gigtarsjúkdóma og fjallar meðal annars um mikilvægi þess að heilsugæslulæknar séu með þá þekkingu sem þarf til snemmgreiningar og að það þurfi að auka þessa þekkingu þeirra.
Helga Margrét Guðmundsdóttir segir frá sinni reynslu að lífi með slit – og vefjagigt. Hún er ein af fimm systrum og fjórar þeirra eru með gigt. Hún ræðir við Guðrúnu Guðlaugsdóttur um gigtarsjúkdómana í fjölskyldunni, tímann þegar hún greinist sjálf og hvað hefur hjálpað henni á leið sinni að betri líðan.
Jón H. Karlsson skrifar um handakreppu eða Dupuytren – sjúkdóminn. Hann fer yfir meðferðarmöguleika sem hefur reynst honum sjálfum mjög vel. Í 2. tbl. 2011 skrifar Árni Jón Geirsson, gigtarlæknir, einmitt um sjúkdóminn og þær aðgerðir sem hann er að framkvæma.
Emil Thoroddsen, framkvæmdarstjóri Gigtarfélagsins, er höfundur greinar þar sem hann spyr hvort Evrópa geri sér grein fyrir umfangi og áhrifum gigtarsjúkdóma. Hann fjallar um sérstaka ráðstefnu um gigtarsjúkdóma sem Evrópubandalagið stóð fyrir í samvinnu við EULAR.
Í blaðinu eru tvær stuttar lífsreynslusögur, annars vegar eftir Óskar Örn Hálfdánarson sem skrifar um líf sitt með liðagigt og hins vegar eftir Önnu Arnardóttir sem skrifar um gigtarkórinn sem brýst um í líkamanum hennar.
Áhugahópar Gigtarfélagsins eiga sína staði í blaðinu auk þess sem margs konar fróðleik um starfsemi félagsins má finna.