1. tölublað 2018
Þetta fyrra tölublað ársins 2018 hefst á viðtali við Þóru Árnadóttur hjúkrunarfræðing en hún starfaði með gigtarsjúklingum hér heima og í Danmörku í rúmlega 30 ár. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Þóru um hvernig þetta hófst hjá henni, ferilinn, þær breytingar sem Þóra hefur séð í sínu starfi og margt fleira.
Hvað er lúpus? Lúpus er ein tegund gigtarsjúkdóm og í þessu tölublaði má finna þýdda grein frá Danmörku um orsakir, einkenni, meðferð og fleira tengt þessum gigtarsjúkdómi.
Formaður Gigtarfélagsins fór á Evrópu-ráðstefnu EULAR (Bandalag evrópskra gigtarfélaga) ásamt verkefnastjóra GÍ. Stikklað er á stóru um þessa ráðstefnu í blaðinu þar sem margt mjög fróðlegt fór fram.
Áhugahóparnir eru á sínum stað með umfjöllun um þeirra starf ásamt grein frá Ingibjörgu Magnúsdóttur í áhugahópi ungs fólks með gigt sem er með áhugaverða grein um ósýnileika sjúkdóms í hinu daglega lífi.