1. tölublað 2015
Þurr augu þekkja margir gigtarsjúklingar og Jóhannes Kári Kristinsson, sérfræðingur í hornhimnulækningum, skrifar grein um þurr augu og meðferðarúrræði.
Í blaðinu er einnig fjallað um Slitgigtarskólann sem starfræktur er í Hafnarfirði, Reykjavík og Akureyri. Farið er yfir helstu atriði þjálfunar í skólanum og fjallað um árangur hennar.
Hér má einnig finna grein um börn með gigt og skólakerfið. Þórlaug Inga Þorvarðardóttir, höfundur greinarinnar, vann hana upp úr meistararitgerð sinni í sérkennslufræðum árið 2014. Þar fjallar hún um hvernig skólakerfið tekur á börnum með gigtarsjúkdóma og upplifun barnanna og mæðra þeirra á því.
Pistlar frá áhugahópum Gigtarfélagins eru á sínum stað sem og greinar bæði frá iðjuþjálfum og sjúkraþjálfunum okkar ásamt ýmsum öðrum fróðleik.