1. tölublað 2014

Svefn hefur lengi verið vanmetinn og upphafsgrein þessa tölublaðs er eftir Erlu Björnsdóttur, sálfræðing. Grein hennar ber heitið „Góður svefn – grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu“. Þar fjallar hún um mikilvægi svefns, afleiðingar langvarandi svefnleysis, tengsl milli gigtarsjúkdóma og svefnvandamála og hvað sé til ráða.

Margrét Benjamínsdóttir er illa haldin af gigt og ræðir Guðrún Guðlaugsdóttir við hana um lífið og tilveruna, sjúkdómana og hvernig hún tekst á við daglegt líf.
Greinin frá iðjuþjálfun GÍ fjallar að þessu sinni um hjálpartækjanotkun. Myndir af notkun ýmissa hjálpartækja eru í greininni og einfaldar leiðbeiningar um hvernig slík tæki geta létt gigtarfólki lífið.

Styrmir Sigurðsson, sjúkraþjálfari hjá GÍ, skrifar svo um góð áhrif Saunu á líkamann.

Áhugahópagreinarnar eru á sínum stað ásamt öðrum fróðleik. 

Smelltu hér til að skoða blaðið