1. tölublað 2013
Í þetta tölublað skrifar Þóra H. Pétursdóttir grein um rannsókn sem hún gerði í fötlunarfræði í Háskóla Íslands. Þóra er með BS í sálfræði og er meistaranemi í fötlunarfræði. Greinin fjallar um tilfinningar og upplifun kvenna með stoðkerfisvanda af kerfinu. Markmið hennar með rannsókninni var að að varpa ljósi á aðstæður, líðan og þjónustu til þeirra sem eru að detta eða hafa dottið úr vinnu eða námi að hluta til eða alveg vegna stoðkerfisvanda, eins og gigtar eða skerðingar eftir slys.
Guðrún Guðlaugsdóttir tók viðtal við Björgvin Pál Gústafsson, lansdsliðsmarkvörð íslenska handknattleiksliðsins, en hann veiktist illa af fylgigigt í kjölfar salmonellusýkingar. Þau fara yfir upphaf sjúkdómsins, hvaða áhrif hann hafði og meðferðina sem hann fékk við honum.
Í blaðinu er grein eftir Sigrúnu Daníelsdóttur, sálfræðing en hún skrifar um fitufordóma í heilbrigðisþjónustu. Hún fjallar um fitufordóma almennt en fer svo ítarlega í birtingarmynd fordóma í heilbrigðisþjónustu. Hún gefur góð ráð sem gott er að hafa í huga ef einstaklingar lenda í þessum aðstæðum.
Þórunn Haraldsdóttir, sjúkraþjálfari hjá GÍ, skrifar svo grein um hvatningu til hreyfingar fyrir eldra fólk. Þar fer hún yfir mikilvægi hreyfingar fyrir eldra fólk og kemur með góð ráð og leiðbeiningar um æfingar.
Lífsreynslusagan í þessu blaði kemur frá Venný Hönnudóttur en hún er í hópi Ungs fólks með gigt. Hún segir þar frá reynslu seinni sem gigtarsjúklingi frá því að hún var barn og viðbrögðum hennar og annarra við sjúkdómnum.
Greinar frá áhugahópunum eru á sínum stað ásamt fleiri upplýsingum um starf Gigtarfélagsins.