1. tölublað 2012

Í þessu tölublaði ríður Þorvarður Jón Löve, gigtarlæknir, á vaðið með grein sem fjallar um möguleg tengsl bólgugigtar og hjartaáfalla. Hann fer yfir helstu bólgusjúkdómana og tengsl þeirra við hjartaáföll ásamt því að segja frá rannsóknum á þessu viðfangsefni.

Rakel Sjöfn Hjartardóttir er ung stúlka sem greindist með sóragigt 6 ára gömul en hafði þá verið með sjúkdóminn í nokkur ár. Guðrún Guðlaugsdóttir tók viðtal við Rakel og móður hennar um gigtina, lyfjameðferðina og lífið sjálft.

Styrmir Sigurðsson, sjúkraþjálfari GÍ skrifar um Bjúgmeðferð og sogæðanudd og Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, sjúkraþjálfari úr Hópþjálfun GÍ, fjallar um hvernig fólk getur sjálft stundað æfingar og viðhaldið heilbrigði.

Guðbjörg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi GÍ, gefur svo góð ráð varðandi garðvinnu.

Greinar frá áhugahópunum eru á sínum stað og ýmiss annar fróðleikur um starfsemi Gigtarfélagsins. 

Smelltu hér til að skoða blaðið