1. tölublað 2010
Þetta tölublað hefur þema og er þemað að þessu sinni vefjagigt. Arnór Víkingsson, gigtarlæknir, skrifar grein sem ber heitið „Að skilja ósýnilega verki“. Þar fer hann yfir sjúkdóminn vefjagigt, einkenni hans, eðli og orsakir.
Eggert Birgisson, sálfræðingur, er með grein um vefjagigt, hugræna athyglismeðferð og kjarnaviðhorf. Í greininni fjallar hann almennt um langvinna verki, kjarnaviðhorf og hvernig hugræn athyglismeðferð getur hjálpað í meðferð sjúklinga með langvinna verki eins og t.d. vefjagigtarsjúklinga.
Andlits – og kjálkaverkir eru verkir sem sumir vefjagigtarsjúklingar þekkja vel. Um þessa verki fjallar Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari. Hún fer yfir verki af þessum toga, orsakir þeirra, einkenni, greiningu og meðferð.
Guðrún Guðlaugsdóttir fór að þessu sinni í heimsókn til Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur sem hefur verið með greinda vefjagigt í þrjú ár. Þær ræða um lífið fyrir verkina, greininguna og lífið með sjúkdómnum.
Guðbjörg Guðmundsdóttir og Sigurborg Sveinsdóttir, iðjuþjálfar GÍ, gefa hagnýt ráð varðandi minnistruflanir, en margir vefjagigtarsjúklingar þekkja vel einkenni minnistruflana.
Greinar frá áhugahópum félagsins eru á sínum stað auk annars fróðleik um starf Gigtarfélagsins.