1. tölublað 2007
Eggert S. Birgisson, sálfræðingur, skrifar ítarlega grein um vefjagigt og andlega líðan í þetta tölublað. Hann fer yfir þætti sem hafa áhrif og upptök og þróun vefjagigtar, tengsl líffræðilegra, - andlegra – og félagslegra þátta og einkenna vefjagigtar og mögulegar meðferðir sem nýtast vefjagigtarsjúklingum.
Svala Björgvinsdóttir, þýddi grein frá danska Gigtarfélaginu, um vefjagigt og leiðir til að takast á við hana. Greinin er yfirgripsmikil með ýmsum skýringarmyndum, útskýringum góðum ráðum fyrir vefjagigtarsjúklinga. Farið er yfir einkenni, meðferð, þjálfun og fleira.
Margrét Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari hópþjálfunar, skrifar um hreyfingu og lífsgæði. Hún fer yfir jákvæð áhrif hreyfingar á líkamann og gefur ráð.
Áhugahópar Gigtarfélags Íslands eru með fréttir og greinar og einnig má finna mikinn fróðleik um starfsemi félagsins og það sem framundan er.